Aðalfundur KFR 2019

Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 var aðalfundur félagsins haldin í Hvolnum.

Góð mæting var á fundinn og kosnir voru þrír nýjir inn í stjórn KFR. Jón Þorberg Steindórsson gaf ekki kost á sér áfram til formanns né stjórnarsetju. Stjórn og aðrir félagsmenn þakka honum fyrir samstarfið og óska honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Jón Bergmann Magnússon meðstjórnandi og Finnur Bjarki Tryggvason varamaður gengu báðir úr stjórn. Tinna Erlingsdóttir meðstjórnandi gaf kost á sér til kjör formanns og samþykkti aðalfundur það með lófataki. Guðmundur Úlfar Gíslason og Guðrún Lára Sveinsdóttir gáfu kost á sér til stjórnarsetu sem meðstjórnendur. Einnig kemur Klara Viðarsdóttir inn í stjórn sem varamaður. Aðrir sitja áfram, þau Hulda Dóra Eysteinsdóttir ritari, Sigríður Karólína Viðarsdóttir gjaldkeri og Tómas Birgir Magnússon varamaður en hann situr einnig í Meistaraflokksráði.