6. flokkur kvenna
6. flokkur: í þann flokk fara börn sem frá og með því almanaksári er þau verða 9 ára og fram til þess almanaksárs að þau
verða 10 ára og að því meðtöldu.
Markmið í tækni- og leikfræðilegum atriðum 6. flokks.
Tækni
- Knattæfingar
- Knattrak með gabbhreyfingum
- Leikbrellur.
- Knattsendingar – innanfótar og með rist
- Sköllun eftir uppstokk.
- Knattmóttaka, innan- og utanfótar, læri, bringu, rist + stýring.
- Innkast.
- Grunnæfingar fyrir markmenn.
- Varnarstaða 1:1 og varnarleikur liðs. (vaða á móti, innköst, ofl).
Leikfræði.
- Markskot eftir knattrak og úr kyrrstöðu.
- Leikið 1:1 með ýmsum afbrigðum, vörn og sókn.
- Leikæfingar, fáir í liði.
- Einföld leikfræði
Boðið skal upp á þrjár æfingar yfir vetrartímann og tvær yfir sumartíma. Farið skal með
krakkana á mót eða spilaðir æfingaleikir eftir þörfum en helstu mót í karla flokki eru: Jólamót
og páskamót í Hveragerði, Vís/TM mót, Shellmót og Arionbanka mótið. Í kvenna flokki eru
Jólamót í Hveragerði, VíS/TM mót, Símamótið og Arionbankamótið. Allt í samstarfi og
samvinnu við ÍBV. Stefnt skal að því að hafa eitthvað félagslegt fyrir jól.