Þjálfarar
Þjálfarar KFR
Ólafur Örn Oddsson, yfirþjálfari, sími 694 3073 og netfang olafurorn@hvolsvollur.is
Helgi Jens Hlíðdal, sími 846 4224 og netfang helgi@hvolsskoli.is
Yngvi Karl Jónsson, sími 862 9530 og netfang ykj@ismennt.is
Gunnlaugur Friðberg Margrétarson, sími ??? og netfang
Ástvaldur Helgi Gylfason, sími ??? og netfang
Umsjónarþjálfarar einstakra flokka KFR
7. kk Ólafur Örn Oddson
7. kvk Ástvaldur Helgi Gylfason
6. kk Helgi Jens Hlíðdal
6. kvk Ástvaldur Helgi Gylfason
5. kk Ólafur Örn Oddsson
5. kvk Gunnlaugur Friðberg Margrétarson
4. kk Yngvi Karl Jónsson
4. kvk Gunnlaugur Friðberg Margrétarson
3. kk Yngvi Karl Jónsson
3. kvk Gunnlaugur Friðberg Margrétarson
Yfirþjálfari:
Yfirþjálfari hefur yfirumsjón með faglegu starfi yngri flokka KFR og veitir þjálfurum og
stjórnendum faglega ráðgjöf við þjálfun. Hann ber ábyrgð á að æfingaáætlanir séu gerðar,
þeim fylgt og að þær séu kynntar iðkendum og foreldrum/forráðamönnum.
Þjálfarar:
Lögð er áhersla á að hafa sem hæfasta þjálfara hverju sinni. Æskilegt er að þjálfarar hafi
íþróttakennaramenntun, kennaramenntun eða þjálfaranámskeið KSÍ. Þjálfari hvers hóps sér
um og skipuleggur nánar starfið í sínum hóp. Sé félagið í samstarfi við annað félag skal
þjálfari vinna í nánu samstarfi við þjálfara í því félagi. Auk venjulegra æfinga skipuleggur
hann félagsstarf hópsins utan venjubundinna æfinga.
Áætlanagerð í knattspyrnu
Ársáætlun:
Í upphafi tímabils skulu þjálfarar halda foreldrafundi og kynna ársáætlun fyrir þeim. Farið
skal yfir markmið og kröfur til iðkenda. Helstu áherslur skulu vera:
- Innanfótarspyrnur
- Ristarspyrnur
- Sköllun
- Móttaka
- Leikbrellur
- Markmannsæfingar
Æfingatímabil I okt- des (tækni-félagslegt/mót)
Æfingatímabil II jan – mars (leikfræði-félagslegt/mót)
Keppnistímabil apr- sept (æfingar, leikir og endurheimt)
Mánaðaráætlun:
Þjálfarar skulu setja markmið og leggja áherslu á einhver sérstök atriðið í hverjum mánuði og
fylgja því eftir. Mælingar verða svo í eftir flokkaskipti í að hausti (sept/okt), vetur (des/jan)
og vor (apr/maí).
Vikuáætlun og tímaseðill
Þjálfarar skulu vera skipulagðir og hafa ákveðin markmið á hverri æfingu.