Submitted by tomas on 9. desember 2020 - 18:16
Knattspyrnufélag Rangæinga (KFR) gekk frá ráðningu á þjálfurum meistaraflokks fyrir næsta tímabil fyrir stuttu.
Þjálfari liðsins verður Ellert Geir Ingvason og honum til aðstoðar verður Hjörvar Sigurðsson.
Þeir hafa séð um þjálfun liðsins síðustu tvö tímabil með góðum árangri, ásamt þess að Hjörvar hefur verið einn af lykilmönnum liðsins.
Það eru spennandi tímar framundan hjá KFR, en liðið komst í úrslitakeppni 4. deildar á síðasta tímabili. Hópurinn samanstendur af efnilegum ungum leikmönnum í bland við reynslu mikla leikmenn.
Submitted by tinna on 13. mars 2020 - 10:37
Stjórn KFR og þjálfarar hafa tekið þá ákvörðun að taka ekki þátt í knattspyrnumótum fyrir yngstu iðkendur félagsins, 6. og 7. flokk karla og kvenna á meðan neyðarstig Almannavarna er í gildi á Íslandi.
Sóttvarnalæknir beinir því sérstaklega til skipuleggjanda og þátttakenda viðburða á borð við fótboltamót að íhuga aðgerðir til að draga úr hættu á dreifingu smits. Mörg félög eru að fresta mótum og teljum við það ábyrgt að senda ekki iðkendur, foreldra og þjálfara í aðstæður þar sem sýkingahætta er aukin.
Submitted by tinna on 18. febrúar 2020 - 13:25
Aðalfundur KFR
Verður haldin 4. mars 2020 kl.20:00 í litla salnum í Hvolnum
Dagskrá fundar:
Setning og kosning fundarstjórna
Skýrsla stjórnar
Reikningar féagsins
Kosning til stjórnar
Önnur mál
Stjórn KFR
Submitted by tinna on 23. apríl 2019 - 13:26
Submitted by tinna on 16. mars 2019 - 15:44
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 var aðalfundur félagsins haldin í Hvolnum.
Submitted by tinna on 23. febrúar 2018 - 10:04
Aðalfundur KFR verður haldin í Hvolnum miðvikudaginn 14. mars kl.20.30
Submitted by tinna on 29. september 2017 - 18:24
Til iðkenda og foreldra í KFR.
Eftir skoðanakönnun sem gerð var um daginn og fund stjórnar hefur sú ákvörðun verið tekin að samstarfi við ÍBV skuli hætt.
Ákvörðunin hefur verið tilkynnt til Eyja og var gagnkvæmur vilji til slita þar einnig.
Boðað verður til félagsfundar á næstunni og farið yfir komandi tímabil og spurningum svarað.
Með kveðju
Stjórn KFR.
Submitted by tinna on 9. maí 2016 - 13:33
ÍSÍ býður upp á námskeið fyrir fararstjóra í íþróttaferðum í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, miðvikudaginn 11. maí. Þátttaka er öllum heimil án endurgjalds á meðan húsrúm leyfir en námskeiðið mun fara fram á þriðjuhæð Íþróttamiðstöðvarinnar í E - sal, kl. 17:00-19:00. Gústaf Adólf Hjaltason verður fyrirlesari á námskeiðinu en hann hefur margra ára reynslu úr íþróttastarfinu og sat meðal annars í framkvæmdarstjórn ÍSÍ.
Submitted by tinna on 4. apríl 2016 - 23:13
Foreldrafundir fyrir 4. flokk kvenna og 5. flokk karla verða haldnir á morgun, 5. apríl í íþróttahúsinu á Hellu. Meðal fundarefna eru verkefni framundan og í sumar, finna þarf nýja foreldratengla og ýmis önnur mál.
Tímasetningar flokka eru eftirfarandi:
4. flokkur kvenna kl.19.30
5. flokkur karla kl.18.00
Aðrir foreldrafundir verða síðar og minnum við á búningamátun í lok vikunnar.
Síður